Stolt er styrkur

Reykjavík Pride vagninn fór í drag í tilefni Hinsegin daga 2024. Strætó fékk aðstoð frá rjóma íslensku dragsenunnar til að myndgera vagninn í ár með glamúr, fjöðrum og gordjöss klæðnaði.

Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

textasmíði

framleiðsla

Strætó er virkur þátttakandi í Hinsegin dögum í Reykjavík og á hverju ári er strætisvagn skreyttur í takt við yfirskrift Hinsegin daga. Yfirskrift Hinsegin daga árið 2024 var: Stolt er styrkur. Þrátt fyrir augljósar mótbárur gegn hinsegin samfélaginu þá stendur það keikt og finnur styrkinn í stoltinu. 

Til að undirstrika stoltið í hinsegin samfélaginu þá var hinsegin menning áberandi í dagskrá hátíðarinnar. Í ljósi þess þá skipuðu dragdrottningar og dragmeninng stóran sess í ár enda afar íkonískur partur af hinsegin menningu í gegnum áratugina. 
 
Það kom því aðeins eitt til greina - að setja Pride strætisvagninn fyrir árið 2024 í drag.

Strætó fékk aðstoð frá rjóma íslensku dragsenunnar til að myndgera vagninn. Glamúr, fjaðrir og gordjöss kjólar voru dregin fram í skreytingunum.

Drottningarnar Agatha P, Crisartista, Lola, Úlla, Miss Whoop Whoop, Milo De Mix, Chardonnay og Faye Knús sátu fyrir myndum sem voru prentaðar á vagninn. Ekki skemmdi fyrir að drottningarnar sjálfar fengu einnig far með vagninum í gleðigöngunni.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn