Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Framúrskarandi fyrirtæki eru af öllum stærðum og gerðum, en það sem þau eiga öll sameiginlegt eru vönduð vinnubrögð og fagmennska.

Hero

hugmyndavinna

Vottun um vönduð vinnubrögð

Nýr myndheimur og uppfærð skilaboð fyrir Framúrskarandi fyrirtæki vottun Creditinfo. Herferðin skilaði góðum árangri og sala á vottunum jókst um 12% milli ára.

Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo er vottun fyrir íslensk fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um heilbrigðan rekstur. Um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þessi ströngu skilyrði og fá tækifæri til þess að kaupa vottun um Framúrskarandi fyrirtæki. 

Leggja þurfti áherslu á að vottunin er ekki viðurkenning fyrir mikinn gróða, heldur stöðugleika í rekstri. Einnig þurfti að tengja Creditinfo betur við vörumerkið Framúrskarandi fyrirtæki.  


Merki Framúrskarandi fyrirtækis var reglulega notað í auglýsingaefni fyrirtækja, en það þurfti að bæta læsileika merkisins. Framleiða þurfti nýjar auglýsingar og markaðsefni fyrir vottunina og viðburðinn.

Tvær tegundir auglýsinga voru framleiddar til að auglýsa vottunina. 

Í fyrri auglýsingunum var birtur vitnisburður fjögurra fyrirtækja sem hafa verið “Framúrskarandi frá upphafi”. Áhersla lögð var á að sýna fjölbreytta starfsemi Framúrskarandi fyrirtækja og Creditinfo fékk starfsfólk Dekkjahallarinnar, KPMG, Málningu og PFAFF til að sitja fyrir stílhreinum ljósmyndum. Ákveðið var að hafa myndirnar svarthvítar því það passaði vel við rauða lit Creditinfo ásamt því að gefa efninu aukinn elegans.

Í seinni auglýsingunum var undirstrikað að einungis 2% fyrirtækja eru Framúrskarandi, Auglýsingarnar blönduðu saman tölfræði og myndefni á áhrifaríkan hátt.


Sem dæmi, þá starfa 45 bílasölur á Íslandi og aðeins 2 þeirra eru Framúrskarandi. Rauði liturinn var nýttur táknrænt til þess að sýna hvernig Framúrskarandi fyrirtækin standa úr fjöldanum. 

Árangur herferðarinnar var góður og sala á vottunum jókst um 12%

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn