Afmælisútlit Terra

Umhverfisfyrirtækið Terra fagnar fjörtíu ára afmæli á árinu. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvers mikið umhverfisvitund samfélagsins hefur breyst á þessum fjórum áratugum sem liðnir eru frá stofnun fyrirtækisins.

Hero

markaðsráðgjöf

Terra leikur lykilhlutverk í ábyrgari meðferð úrgangs af öllu tagi og hefur sett sér metnaðarfull markmið þegar kemur að sjálfbærni. Afmælisútfærslan á útliti Terra var hugsuð til að vera stílhrein og vekja bjartsýni enda hefur fyrirtækið náð miklum árangri á þeim tíma sem það hefur starfað.

Terra hafði nýlega fengið nýtt útlit. Það var því ekki ástæða til að innleiða mikið af nýjungum í hönnun heldur freista þess að flétta afmælisútlitið áreynslulaust við það sem fyrir var. Unnin var auglýsingaherferð sem birt var á viðskiptasíðum til að fagna afmælinu.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn